Komið þið sæl nú er veisludagur runninn upp í Vatnaskógi.
Allt gengur vel þrátt fyrir veðrið hafi ekki leikið við okkur. Hópurinn samanstendur af hressum og skemmitlegum strákum sem eru samtaka og til mikillar fyrirmyndar.
Veðrið: Það er búinn að vera mikil rigning og hvasst nú hefur stytt upp en vindstyrkurinn er sá sami.
Maturinn: Í dag í hádeginu verður pasta og í kvöld verður veilsukvöldmáltíð með gljáðu svínakjöti enda veislukvöld.
Dagskráin: Hefur tekið mið af verði en þótt það sé hvasst er líka hægt að vera með útidagskrá. Knattpspyrnuleikir, útileikir, körfubolti, fótboltaspilskeppni og eru foringar að bjóða í bátsferðir út í ölduganginn auk þess er smíðaverkstæðið opið.
Starfsfólkið: Rétt að nefna þá starfsmenn sem eru leiðtogar í flokknum og eru kallaðir foringar: Foringahópurinn samanstendur af yngri og eldri starfsmönnum. Ársæll Aðalbergsson forstöðumaður f. 1962, Eiríkur Gústafsson f. 1999, Gunnar Th. Guðnason f. 1969, Guðni Már Harðarson f. 1980, Baldur Ólafsson f. 1969, Jón Ómar Gunnarsson f. 1982, Pétur Ragnarsson f.1978, Gunnar Hrafn Sveinsson f. 1996, Ástráður Sigurðsson f. 1999, Hjalti Magnússon f. 1999 og Þór Bínó f. 1986. Auk þeirra voru starfsmenn í eldhúsi, þrif , viðhaldi ofl.