Þá er veisludagur í unglingaflokki þegar hálfnaður og ekki seinna vænna að skrifa smá frétt. Þessir dagar hafa verið dýrðlega góðir og eru bæði unglingar og starfsfólk sammála um að þeir hafi verið of fáir og allt of fljótir að líða. Fullyrða má að eitthvað hafi verið gert vil allra hæfi; Knattspyrnumót, tónlistarsmiðjða, borðtennis- og foosballmót auk móts í teningaleiknum 30, leiklistarsmiðja, bátsferðir, fjallganga, rabbabarakjallarinn hefur verið opinn (en þar er bara rabbað),  brennómót, kvikmyndasýningar, furðuleikarnir Game of flóns, gönguferð að fossinum Glym, sundferð og margt fleira. Í gærkvöldi sigraði lið unglinganna frækið lið starfsmanna í æsispennandi knattspyrnuleik sem lauk með vítaspyrnukeppni. Heimkoma til Reykjavíkur verður, eins og ráð var fyrir gert kl. 17 á morgun, sunnudag. Meðfylgjandi mynd sýnir unglingana ganga eftir aðal göngustígnum Vatnaskógi sem malbiðkaður var í upphafi dvalarinnar.