Hér eru fréttir gærdagsins frá Vatnaskógi!

Síðasti heili dagurinn er kallaður veisludagur.

Kvöldvakan í gær: Hátíðarkvöldvaka var í tilefni af veisludegi þar sem drengirnir voru með leikrit ásamt því að leikhópurforingja var með tvö leikrit og sýndi svo Sjónvarp Lindarrjóður sem er skemmtiþáttur með myndbrotum úr flokknum ásamt leiknum atriðum. Veittir voru bikarar fyrir hinar ýmsu keppnir og þrautir ss. svínadalsdeildina í knattspyrnu, Stæðsta fiskinn, frjálsíþróttir, biblíuspurningakeppnina, hegðunarkeppnina og miklu fleira. – Frábær stemmning.

Veðrið: Framan af degi var styllt veður, en uppúr kaffi fór aðeins að hreyfa vind, um 10 °C.

  • Í dag er stillt og fallegt veður og 11° C.

Maturinn í dag: Grjóanagrautur í hádegismat, í Kaffinu voru brauðbollur og Norsk tekaka. Í kvöldmat var lambakjöt og meðlæti, í eftirrétt var svo frostpinni. Uppröðuninni í .

  • Í dag verður verður pizza í hádeginu og kleinuhringir í síðdegishressingu.

Dagskráin: Að venju var boðið uppá brekkuhlaup á veisludegi þar sem varskir drengir spreyttu sig og gáfu allt í að verða fyrstir í mark. Við bátaskýlið var boðið uppá báta, smíðaverkstæði, veiði og auðvitað vatnafjör þar sem nokkrir drengir hoppuðu útí Eyrarvatn og aðrir létu sér nægja að fara á vatnstrampólínið. Íþróttahúsið var að sjálfsögðu opið og boðið uppá hinar ýmsu keppnir sem og heitupottana. Eftir síðdegishressingu var æsispennandi fótboltaleikur á milli foringja og drengja þar sem foringjarnir rétt mörðu fram sigur með einu marki, 9 – 8 endaði leikurinn.

  • Í dag verða bátar, íþróttahúið opið, frjáls fótbolti og stuttmyndasýning á vatnaskógarmynd.

Heimkoma: Gert er ráð fyrir drengirnir komi heim um kl. 17:00 á Holtaveg 28

Óskilamunir: Vinsamlega athugið óskilmuni sem munu koma með rútunni. Allr óskilamunir verða sendir úr Vatnaskógi á Holtaveg 28, þar sem hægt er að nálgast þá.

 

NÝJAR MYNDIR! SMELLIÐ HÉR! 

Með bestu kveðju, Ársæll og Þór Bínó.