Í gærmorgun voru krakkarnir vaktir klukkan 8:30 með tónlist. Sumir voru vaknaðir áður en foringjar hófu vakningu en þau börn komu saman í spjallstund í Birkisal eða lásu Syrpu. Veðrið var svipað og í gær, um 13°C,  skýjað og logn.

Matur gærdagsins:

Morgunmatur: Morgunkorn, hafragrautur og súrmjólk.

Hádegismatur: Svikinn héri, kartöflumús, sósa og salat.

Kaffi: kanilkaka og skínkuhorn.

Kvöldmatur: pastasalat með kjúklingi og sinnepsósu.

Kvöldkaffi: mjólkurkex og pólókex.

 

Þar sem veðið var gott voru bátarnir opnir fram að kaffi og einn fiskur var veiddur. Vegna mikillar eftirspurnar máttu þau sem vildu stökkva út í vatnið eftir hádegismat og eftir kaffi, en eftir kaffi var krökkunum líka boðið að vera dregin á vatninu á tuðru sem mörgum fannst mikið sport. Pottarnir voru einnig opnir í gær fram að kvöldvöku. Smíðaverkstæðið var opið í og margir sem mættu þangað að spreyta sig í smíðum.

 

Í Birkisal voru allskonar samverustundir eins og spilastund, limbó og listakeppni, þar sem sigurvegari listakeppnarinnar verður krýndur á veislukvöldvökunni.

 

Fimmtán börn tóku þátt í vinsæla Víðavangshlaupinu. Þá er hlaupið hringinn í kringum Eyravatn og er leiðin um 4 kílómetrar.

 

Kvöldvakan seinkaði aðeins í gærkvöldi vegna leiks Íslands og Frakklands, og þrátt fyrir að þetta hafi verið síðasti leikur Íslands í EM þetta árið þá fögnuðum við því að Stelpurnar okkar fóru í gegnum keppnina taplausar.

 

Dagurinn var góður í dag og við erum spennt að sjá hvað dagurinn í dag hefur upp á að bjóða.

Hérna er hægt að skoða myndir sem teknar hafa verið af krökkunum í flokknum:

293811705_354878649984474_6280119465184925506_n

 

Kveðja héðan úr Vatnaskógi,

Þórdís.