Í gær var mikið fjör hérna í Vatnaskógi. Frjálsíþróttakeppnin hélt áfram og hægt að að keppa í kúluvarpi, hástökku og langstökku án atrennu. Tvö lið skráði sig í innanhússfótboltamót þar sem krakkarnir kepptu skólausir.

 

Fleiri keppnir fóru fram í gær eins og tímaskynskeppnin, róðrakeppnin og WipeOut. Pottarnir voru opnir og svo opnaði bátaskýlið seinni partinn.

 

Morgunmatur: morgunkorn og súrmjólk

Hádegismatur: fiskur í raspi, kartöflur, salat og kolteilsósa

Kaffi: súkkulaðikaka og karamellulengjur

Kvöldmatur: grillaðar pylsur

Kvöldkaffi: ávextir

 

 

Það var mikil útilegu stemning í kvöldmatnum. Við grilluðum pylsur og borðuðum úti. Eftir kvöldmat var í boði að fara út á báta, íþróttahúsið var opið og smíðaverkstæðið.

 

Klukkan 20:30 var haldið á kvöldvöku sem sungið var saman, leikrit og stemning.

 

Í morgun ákváðum við að leyfa krökkunum að sofa hálftíma lengur, eða til klukkan 9 þar sem í dag er veisludagur og mikil dagskrá í dag. Eftir morgunstundina og biblíuleshópa var stinger keppni, íþróttahúsið opið og brekkuhlaupið Í brekkuhlaupinu er hlaupið að hliði, sem er um tveir kílómetrar og aftur niður. Eftir hádegismat er foringjaleikurinn vinsæli. Þá keppa börnin við okkur foringjana í knattspyrnu úti á stóra velli.

Í kvöld verður veislukvöldmatur og veislukvöldvaka. Þá verða bikarafhendingar, leikrit og biblíuspurningakeppnin.

 

Með kveðju héðan úr Vatnaskógi,

Þórdís.