Þá er það komið að lokum hjá okkur að þessu sinni og rútan fer af stað frá Vatnaskógi um klukkan 14 í dag og kemur á Holtaveg 28 um klukkustund síðar, eða um kl 15. Óskilamunir úr flokknum fara með rútunni og ef það uppgvötast að hlutum hafi verið gleymt er hægt að sækja þá á Holtaveginn. Við vorum heppin með veður í vikunni þrátt fyrir að það var einstöku sinnum þar sem við gátum ekki opnað bátaskýlið vegna veðurs.

 

Dagskráin í dag var stutt. Eftir morgunmat fóru börnin að pakka, með aðstoð foringja. Þegar því var lokið var íþróttahúsið opið áður en haldið var í hádegismat. Heimagerð pizza er í matin á brottfaradegi og síðan er lokastund. Það er okkar hófsama mat að börnin skemmtu sér vel og eignuðust góðar minningar og vini. Börnin voru dugleg að sækja þá dagskrá sem var í boði sem gerir það að verkum að Vatnaskógar upplifunina frábæra. Við foringjar þökkum kærlega fyrir okkur og vonum að krakkarnir hafa notið dvalarinnar. Sjáumst vonandi að ári.

Hægt er að skoða allar myndir úr flokknum og fleiri koma inn seinna í dag.

293811705_354878649984474_6280119465184925506_n

 

Kveðjur,

Þórdís Hafþórsdóttir