Veisludagur
Í morgun ákváðum við að leyfa krökkunum að sofa hálftíma lengur eða til klukkan 9 enda mikilvægt að fá auka hvíld fyrir veisludaginn sem er fullur af skemmtilegum viðburðum.
Virðing, hegðun og umgengni
Í gær bættust við drengir í stóran hóp Skógarmanna og þeir hluti af öflugu samfélagi fólks sem annt er um starfsemina í Vatnaskógi. Staður er að mestum hluta byggður upp af sjálfboðaliðum. Drengirnir hafa fengið að kynnast nokkrum þeirra í flokknum enda byrjað að undirbúa opna helgi á Sæludögum um Verslunarmannahelgina.
Það eru mörg handtökin sem þarf í viðhald og uppbyggingu þar sem skiptir máli að þeir sem njóta staðarins umgangist hann með virðingu og sýni góða umgengni. Það hefur verið til mikillar fyrirmyndar í þessum flokki og öll borðin eiga möguleika að vinna „hegðunarkeppnina“ sem veitt er í lok dags þeim hópi sem staðið hafa sig best í hegðun og umgengni.
Brekkuhlaup og ýmsir viðburðir að morgni
Eftir morgunstundina og biblíuleshópa farið í ýmsa viðburði innan og utan við Íþróttahúsið frá hefðbundnum „hlaupið í skarðið“ sem og sérútgáfu „varúlfs“ þar sem drengirnir eru með í að móta leikinn. Einnig lagt í hið fræga brekkuhlaup þar sem hlaupið er upp brekkuna um 1 km sem liggur frá Gamlaskáli upp að hliðinu inn í Vatnaskóg sambærileg vegalengd aftur til baka en mun léttara aftur heim á planið við lokamarkið milli fánastangar og Gamlaskála.
Fótbolti milli drengja og starfsmanna
Eftir hádegismat er foringjaleikurinn vinsæli. Þá keppa börnin við hluta starfsmanna í knattspyrnu úti á stóra velli og á sama tíma boðið uppá dagskrá fyrir þá sem minni áhuga hafa á fótboltanum.
Salgæti af himnum ofan
Skemmtilegt fyrir drengina að fá sendingu frá flugmönnum sem köstuðu til okkar salgæti þar sem við fylgdumst með flugvél þeirra frá fótboltaleikvellinum eftir kaffitímann í dag.
Veislukvöld
Í kvöld verður veislukvöldmatur og lokakvöldvaka. Þá verða í viðbót við hefðbundna dagskrá biblíuspurningakeppni (úr fræðsluefni flokksins), myndbönd og skemmtiefni með samantekt ýmsa viðburða í flokknum, lokin á framhaldsögunni sem allir eru spenntir að heyra.
Bætt hefur verið við myndasafnið hér: MYNDIR
Með kveðju úr Vatnaskógi,
Siggi P.