Við erum hálfnuð!
.•*¨*•.¸¸♪ Daginn í dag, daginn í dag,♪.•*¨*•.¸¸♪ gerði Drottinn Guð♪¸¸.•*¨*•. – sungu börnin lágstemmd á morgunstundinni. Það hefur einhvern veginn allt verið eitthvað svo afslappað og rólegt í dag – sem ég held að flestir kunni að meta.😊
Fáninn var hylltur með tilheyrandi söng og virðingu. Á morgunstundinni var sagan af Sakkeusi lesin með útskýringu og tengingu við nútímalegar aðstæður. Eftir sögustundina var vel við hæfi að syngja Frelsarinn góði. Að því búnu fóru hóparnir með sínum foringja til að halda áfram að þjálfa sig í að leita í Biblíunni. Þessar stundir hafa sýnt sig vera dýrmætar bæði fyrir börn og foringja.
Skipulagið var ekki af verri endanum – eins og sagt er!
Útileikjamótin héldu áfram og sama var um innileikjamótin. Á veislukvöldinu kemur í ljós hverjir bera sigur úr býtum.: ̗̀➛
Veðrið í dag hefur verið betra – og var meira að segja langt frá því að vera gluggaveður, sem þjóðin þekkir svo vel 😊 en við létum það ekki trufla okkur – og var hinn sí vinsæli Klemmuleikur gerður góð skil í rigningunni. Eftir síðdegiskaffi var farið út í skóg að grilla sykurpúða. Að því búnu var vatnafjör með tilheyrandi busslugangi. Kvöldvakan var á sínum stað með tilheyrandi tjatti og tjútti ✼ ҉ ✼ ҉ ✼ Foringjar og aðstoðaforingjar eru virkilega að gera sitt besta að gleðja börnin og skapa góðar minningar, sem vonandi er hægt að orna sér við 🙂
Matseðill dagsins:
Morgunverður: Hlaðborð með morgunkorni, brauði og þremur áleggstegundum. Heitt kakó – sem gerir allt eitthvað svo notalegt.
Hádegismatur: Lasagne með salati og hvítlauksbrauði.
Síðdegiskaffi: Kryddbrauð og jógúrtkaka.
Kvöldmatur: Grjónagrautur og brauð.
Kvöldhressing: Kex og ávextir.
❤。・:*:・゚❤,。・:*:・゚❤
Takk fyrir að treysta okkur fyrir börnum ykkar!
❤。・:*:・゚❤,。・:*:・゚❤
Forstöðukona flokksins er Anna Elísabet Gestsdóttir.
Ef það vakna einhverjar spurningar þá er símatími forstöðukonu á milli 11:00 og 12:00 alla daga.
Símanúmerið er: 433 8959.