Síðasta færslan að þessu sinni – frá 9. flokki!
ღ¸.✻´`✻.¸¸ღ
Við sem störfum í Vatnaskógi erum þakklát fyrir það traust sem foreldrar sýna okkur með því að senda börnin sín í sumarbúðir og tökum við það traust alvarlega!
**•̩̩͙✩•̩̩͙*˚˚*•̩̩͙✩•̩̩͙*˚*
Neðst í færslunni eru upplýsingar um brottfarardaginn – þannig endilega lesið alla færsluna. Takk!
Við tökum einnig góðfúslega á móti ábendingum – þar sem við höfum alltaf pláss í að gera gott starf enn betra. Endilega sendið tölvupóst á framkvæmdastjóra Vatnaskógar; arsaell@kfum.is í tengslum við 9. flokk og einnig er hægt að hafa samband við KFUM & KFUK í síma 588 8899.
Veisludagurinn!
༶•┈┈⛧┈♛
Jæja, þá er síðasti heili dagurinn að kveldi kominn hér í Vatnaskógi! VEISLUDAGURINN!
Hér hefur verið þétt dagskrá eins og vanalega og metnaðarfullt að venju. Á boðstólnum var: Dæmisagan um Miskunnsama Samverjann – hann sem hjálpaði honum sem lá við veginn. Að því búnu var farið í Biblíuhópana með sínum foringja og aðstoðarforingja til að vinna enn frekar með söguna og vers sem tengjast sögunni. Aðalversið var tvöfalda kærleiksboðorðið.
❤️️Að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig❤️️
Eftir söng- og Biblíustundina var boðið upp á leiki ýmis konar – og öllum mótum lokið þetta árið. Eftir matinn var forkeppni Biblíuspurningakeppninnar og voru það borð 4 og 5 sem kepptu á kvöldvökunni að þessu sinni – bæði liðin voru jöfn í undankeppninni með 9 stig af 10.
Borð 5 vann Biblíuspurningakeppnina með glæsibrag og borð 4 stóð sig afskaplega vel.
Á borði 5 kepptu Gunnhildur, Katrín og Jakob – fyrir sitt borð og fengu bókina „Hér á ég heima“ í vinning og bikar.
Á borði 4 kepptu Gunnar, Hafrós og Rakel fyrir sitt borð – og fá þau þakkir fyrir það.
Foringjaleikurinn var á sínum stað þar sem Stjörnu- og Draumaliðið börðust í rigningunni .⋆。⋆☂˚。⋆。˚☽˚。⋆.og endaði með jafntefli.
Í kvöld var veislumatur að vanda og í framhaldi var hátíðarkvöldvakan, sem var talsvert lengri en fyrri kvöldvökur og einnig með skemmtilegum uppákomum, Biblíuspurningakeppni, stuttmyndin var sýnd, Villiöndin á sínum stað og leikir ýmis konar.
┗━━━━━༻❁༺━━━━━┛
Við óskum þessum til hamingju og kærar þakkir fyrir þátttökuna!
┗━━━━━༻❁༺━━━━━┛
Frjálsíþróttabikarinn fékk borð 2 – þau Garðar Valur og Sara.
Brekkuhlaupið fékk Garðar Valur á borði 2 og Katrín á borði 5.
Svínadalsdeildina vann borð 1.
Kristalsbikarinn unnu Tinna á borði 5 og Aron á borði 1.
Smíðagripinn vann Hafdís á borði 2.
Listakeppnina vann Annie á borði 2.
Skutlukeppnina vann Katrín á borði 5.
Limbókeppnina vann Sigríður á borði 3.
Kapplakubbaturnakeppnina vann aðstoðarleiðtoginn Dagmar Edda 🙂
Mr. Beast vann Gunnhildur á borði 5.
Tímaskynskeppnina vann Rakel á borði 4.
Matseðill!
┗━━━━━༻❁༺━━━━━┛
Morgunmatur: Hlaðborð – með morgunkorni, súrmjólk, brauð, álegg og kakó.
Hádegismatur: Réttir vikunnar ásamt ávaxtaskyri.
Síðdegiskaffi: Norsk tekaka, kryddbrauð og sjónvarpskaka.
Kvöldmatur: Vínar Snitzel með brúnni sósu, bökuðum kartöflum, salati, maís, grænum baunum, rauðkáli og gos í dós.
Kvöldhressing: Mjólk og kökuréttir vikunnar.
Matseðill á brottfarardegi!
┗━━━━━༻❁༺━━━━━┛
Morgunmatur: Hlaðborð – með morgunkorni, súrmjólk, ávaxtasúrimjólk, brauð, álegg og mjólk.
Hádegismatur: Vatnaskógarpizzur.
Dagskrá brottfarardagsins!
ღ¸.✻´`✻.¸¸ღ
✩ Vakning er kl. 09:00 og farið í morgunmatinn. Að því búnu er pakkað í töskur, herbergin sópuð og snyrt. Síðan tekur við örfyrirlestur um mikilvægi vináttunnar, sem síðan er tengd við nokkur vers Biblíunnar. Það verða einnig sýndar Vatnaskógarstuttmyndir. Eftir hádegismat er kveðjustund í Gamla skála – borðaður pinnaís – reynt að útdeila öllum óskilamunum og svo í rútuna.
✩ Rútan leggur af stað frá Vatnaskógi kl. 14:00 og áætluð koma á Holtaveg 28 er því kl. 15:00.
✩ Þið sem sækið börnin ykkar í Vatnaskóg eru beðin um að koma fyrir brottför rútunnar – og þá helst fyrir kl. 13:30. Kærar þakkir þið sem hafið nú þegar haft samband því allt svona skipulag auðveldar rútínuna – þar sem töskur barnanna fara í rútuna um kl. 13:30.
✩ Eins og fyrr hefur komið fram þá er símatíminn á milli 11:00-12:00 og símanúmerið er 433 8959.
✩ Ef um óskilamuni verður að ræða þá er hægt að sækja þá á Holtaveg 28, Reykjavík, í húsnæði KFUM & KFUK.
❤️️ Kærar þakkir enn og aftur að treysta okkur fyrir börnum ykkar!❤️️
Fyrir hönd starfsmanna Vatnaskógar í 9. flokk – Anna Elísabet Gestsdóttir, forstöðukona.