Drengirnir voru vaktir 8:30 í morgun, margir vaknaðir þó mun færri en daginn áður. Morgunmatur var 9:00, fánahylling og morgunstund 9:30.

Í kvöld verður kvöldvaka með leikriti, framhaldssögu, hugleiðingu og söng. Við byrjum daginn saman, við endum daginn saman, þannig er það.

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur hér í Vatnaskógi. Í dag var klemmuleikurinn þar sem farið er út í Oddakot (baðströnd og leiksvæði við austurenda Eyrarvatns) en þar er skipt í 2 lið og gengur út á að ná klemmum af þeim sem eru liði andstæðingsins og svo koma „skógardýrin“ og gera mikinn usla. Síðan er boðið upp á almenna dagskrá, bátar, smíðaverkstæði, fótbolti, úti- og innileikir og margt fleira. .

Við í Vatnaskógi fögnum alltaf 3. degi hvers flokks sérstaklega og lítum á þau sem ákveðin tímamót, því að þeir sem eru að koma í fyrsta skipti í Vatnaskóg teljast nú til Skógarmanna, en til þess þarf maður að dvelja tvo sólarhringa í dvalarflokki í Vatnaskógi.

Til hamingju Skógarmenn!

Á morgun er veisludagur og þá verður mikið fjör – meira um það síðar.

Myndir eru hér

Miðvikudagsmatseðill!

Morgunmatur: Korn flex, Cherrios, súrmjólk og tilheyrandi, kakó og nýbakað brauð.

Hádegismatur: Grjónagrautur

Síðdegiskaffi: Döðlubrauð og kaka m. súkkulaðikremi.

Kvöldmatur: Pylsur

Kvöldhressing: Ávextir.