Ljómandi dagur

Það voru hressir drengir sem vöknuðu til nýrra ævintýra í dag. Veðrið fínt, 14° og sól.

Dagskráin: Dagskrá dagsins er stútfull að vanda. Svínadalsdeildin í tuðrusparki heldur áfram þar sem öll borðin keppast um að vinna Deildarbikarinn veglega. Bátarnir búnir að vera opnir og farið að lygna með kvöldinu og sumir nýttu tækifærið og tóku kvöldsundsprett. Og svo er spurning hvort það veiðist fiskur! Á íþróttavellinum fór fram 400 hlaup í frjálsum íþróttum. Ætli einhver muni slá Skógarmet? Mótin í íþróttahúsinu eru í fullum gangi og pool á næsta leiti. Fyrr í dag var farið í gönguferð á ,,Costa del Oddakot,“ ströndina okkar, þar sem farið var í klemmuleikinn vinsæla og kælt sig í Eyrarvatni á eftir. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. .

Matseðill dagsins

Morgunverður: Kakó og brauð
Hádegisverður: Sænskar kjötbollur
Síðdegishressing: Bakkelsi af bestu gerð
Kvöldverður: Súpa og nýbakað brauð
Kvöldhressing: Ávextir

Símatími forstöðumanns er á milli kl. 11-12.

Nokkrar myndir hér!:

Með kveðju,
Ársæll Aðalbergsson