Hæfileikasýning barnanna á Sæludögum í Vatnaskógi 2013
• Hæfileikasýning barnanna er fyrir krakka upp að 13 ára aldri.
• Líkt og í Eurovision og í Söngvakeppni félagsmiðstöðva, meiga ekki vera lengri en 3 mín.
• Tekið er við skráningum með tölvupósti á netfangið sæludagar@kfum.is til kl. 12:00 föstudaginn 2. ágúst.
Skráning mun einnig fara fram á Sæludögum í Vatnaskógi fyrir hádegi á laugardaginn 3. ágúst milli kl. 10:00 og 12:00 hjá merktum starfsmanni í Matskála/sjoppunni á staðnum.
Við óskum sérstaklega eftir skráningum á tölvupósti fyrir helgina, því það auðveldar skipulagningu og undirbúning.
ATH! Ekki er hægt að bæta við þátttakendum eftir að skráningu líkur kl. 12:00 á laugardegi.
Við skráningu er óskað eftir:
- Nafni/nöfnum,
- Aldri
- Stuttri lýsingu á atriðinu,
- Nafni og símanúmeri forráðamanns/tengiliðs.
• Nota má „playback“, undirspil sem þátttakandi leggur til sjálfur. Það þarf að fylgja skráningu. Sé skráð á staðnum þarf að koma með undirspilið á CD diski eða USB kubb.
• Undirleikari verður á staðnum sem getur spilað undir einfaldari söngatriði, sb. lög úr sunnudagaskóla. Hafi þátttakendur hljóðfæraleikara á eigin vegum til að leika undir söng er það velkomið (jafnvel þó viðkomandi sé eldri en 13 ára, enda telst hann ekki hluti af atriðinu).
• Sýningin mun fara fram í tveimur hlutum Sunnudaginn 4. ágúst. Fyrri hluti hefst kl. 15:00, seinni hluti kl. 16:00. Stutt hlé verður á milli hluta. Áhorfendum gest tækifæri til að vera með alla sýninguna, eða velja annan hvorn hlutann.
• Fljótlega eftir að skráningu líkur á laugardegi verður dagskrá tilkynnt á upplýsingatöflum í Vatnaskógi, þ.á.m. hvaða þátttakendur koma fram í hvorum hluta og í hvaða röð.
• Í ár verða krakkarnir kallaðir í „sound-test“, en ekki fulla æfingu. Þau taka þar hluta af atriðinu svo tæknimenn geti stillt þau inn á míkrafóna, kynnar fái yfirsýn yfir atriðin og sviðsmenn geti verið klárir varðandi aðstoð. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur taki allt atriðið á sviðinu fyrr en á sýningunni sjálfri. Væntanlega munum við úthluta þeim sem þegar verða skráðir, tíma í sound-testi áður en kemur að helginni. Þeir sem verða skráðir á staðnum fá tíma úthlutað við skráningu. Dagskrá Sæludaga er bæði fjölbreytt og þétt. Tímasetningar þurfa að taka mið af því hvenær salurinn er laus.
• Ekki hefur þurft að setja þak fjölda þátttakenda í hverju atriði, en hafa þarf í huga að við höfum aðeins 4 míkrafóna á sviðinu. Þá er líka gott að vita að svæði til athafna á sviðinu er innan við 4 x 6 metrar, t.d. ef um dansatriði er að ræða.
• Hæfileikasýningin er ekki keppni milli atriða. Krakkarnir eru að fá tækifæri til að koma fram, takast á við áskorun og sigra sjálfan sig. Allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku að sýningu lokinni. Eitt til þrjú atriði eru valin úr sýningunni, til að koma fram á kvöldvöku á sunnudagskvöldi. Því fylgir vissulega heiður.
• Rétt er að benda á að netsamband í Vatnaskógi er lélegt. Ekki treysta á að hægt sé að ná í gögn, texta eða playback á netinu eftir að komið er á staðinn.
• Ef svo ólíklega vill til að fjöldi atriða virðist ætla að sprengja þau tímamörk sem hæfileikastundin fær í dagskrá Sæludaga, áskilja stjórendur sér rétt til að takmarka fjölda atriða. Til slíka aðgerða verður þó aðeins gripið í algjörri neyð.