Fyrsti dagurinn byggist að miklu leyti á því að kynnast hvað okkar frábæra aðstaða sem byggð hefur verið í Vatnaskógi síðustu 99 ár hefur uppá að bjóða.

Eyravatnið spegilslétt bauð uppá margar góðar bátsferðir og ýmsir renndu fyrir fisk og sumir fengu sér sundsprett. Þeir sem fóru að sulla í vatninu gátu náð aftur góðum hita með því að fara í heitupottana. Í bátaskýlinu er svo líka góð smíðaaðstaða þar sem mörg góð verk voru farin að taka á sig mynd og haldið verður áfram með á næstu dögum.

Í tengslum við Íþróttahúsið var svo farið í ýmsa leiki s.s. borðtennis, billjard o.fl. og þar fyrir utan körfubolta og stangarbolta. Kúluvarpið var fyrsta frjálsíþróttagreinin og fótboltamót milli þeirra 6 borða sem skipta okkar tæplega 80 drengja flokki upp í lið hófst í dag.
Í kvöld er svo kvöldvaka og kvöldsnarl í framhaldi eftir viðburðarríkan dag þar sem við höfum verið heppin með veðrið.

Hér að neðan nokkrar myndir frá deginum og fleiri koma á morgun.
MYNDIR