Skógarmenn
Í dag vöknuðu 80 Skógarmenn sem eru þeir dvalargestir sem hafa dvalið tvær nætur í Vatnaskógi. Hér fyrir neðan lýsing á dagskrá dagsins:
Morgundagskrá
Líkt og aðra daga vaknað kl 8:30 og morgunmatur með morgunkorni, hafragraut og fleira áður en haldið er í fánahyllingu og morgunstund í Gamla Skála.
Veðrið var ekki uppá það besta en hindraði ekki strákana að fara út á báta og sumir að busla í Eyrarvatni.
Hið vinsæla kassabílarallý var haldið um keppnisbrautina umhverfis Gamla Skála.
Í Íþróttahúsinu var keppt í þythokkí og ýmislegt annað í boði.
Hádegi og miðdagsdagskrá
Eftir hádegi var auk hefðbundinnar dagskrár við Vatnið og íþrótta boðið upp á fræðslu í tölvuleikjagerð. Við erum Rúnari Þórarinssyni ákaflega þakklát fyrir að deila með okkur reynslu við leikjagerð og þarna spunnust skemmtilegar umræður og hugmyndir að nýjum tölvuleikjum.
Hoppukastalar voru settir í gang fyrir framan Íþróttahúsið og mikið fjör þar.
Kaffi
Það fylgir mikilli hreyfingu og leikjum aukin matalyst og á um 3ja klukkustunda fresti er alltaf eitthvað í boði þar sem heimabökuð sætindi slá ætíð í gegn.
Kvöldmatur
Pylsur grillaðar úti við frábæra nýja aðstöðu sem við höfum fyrir aftan nýjasta skála Skógarmanna, Birkisskála.
Í framhaldi labbað út í Oddakot sem er svæði við enda Eyrarvatns (í átt að Þórisstöðum), þar sem farið er í ýmsa leiki.
Kvöldvaka
Sú síðasta með hefðbundnu sniði, söngva, leikrita, hæfileikasýningu, framhaldssögu, fræðslu og hugvekju er kl 20:30 en á morgun er svo kallað veislukvöld.
Kvöldkaffi
Ávextir í lok dagsins, þeir sem vilja fara á Kapellustund og í framhaldi er tannburstun og lokastund með borðforingja sem endar dagskrá dagsins.
Á meðfylgjandi tengingu hefur verið bætt inn myndum eftir daginn: MYNDIR