Morgunblaðið – Föstudaginn 24. september 1965

AKRANESI, 23. sept. — Hið stórglæsilega hús Skógarmanna í Vatnaskógi, sem byrjað var að byggja í vor á fjórða hundrað fermetra grunni í Lindarrjóðri, er nú fokhelt alveg á réttum, og þykir vel að verið. Í húsinu er 130 manna matsalur, eldhús, fyrsta flokks, með tilheyrandi geymslum og kæliklefum, svo og meyjarskemma, þ.e. íbúðir eldhúss- stúlka. Furðar engan þótt Skógarmenn standi með sigurbros á vör. Ekki er dimman, allt uppljómað af nýkomnu rafmagni frá Soginu. Andi séra Friðriks svífur yfir vötnunum.