Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Lokadagur 10. flokks í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-08-09T01:46:32+00:009. ágúst 2019|

Framundan er lokadagur 10. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjar með morgunstund í Gamla skála að loknum morgunverði og fánahyllingu, en á stundinni verður horft á stutta fræðslumynd um líf og starf Sr. Friðriks Friðrikssonar. Að myndinni lokinni [...]

Veisludagur 10. flokks í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-08-08T00:28:19+00:008. ágúst 2019|

Framundan veisludagur í Vatnaskógi. Að morgni dags verður boðið upp á brekkuhlaup, sem er 1.6 km hlaup upp að hliðinu að staðnum. Eftir hádegi verður drengjunum boðið upp á fjölbreytta dagskrá með frjálsum íþróttum, hægt verður að spila körfubolta í [...]

Í upphafi annars dags í 10. flokki

Höfundur: |2019-08-07T08:48:27+00:007. ágúst 2019|

Fyrsti dagurinn hér í skóginum gekk eins og í sögu, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, kúluvarp og báta. Fjölmargir drengir nýttu tækifærið og stukku út í vatnið og nutu góða veðursins niður við bryggju fyrri hluta dagsins. Óformleg könnun [...]

10. flokkur sumarsins hefst í dag

Höfundur: |2019-10-11T14:20:55+00:006. ágúst 2019|

Tíundi flokkur í Vatnaskógi hefst síðar í dag, 6. ágúst. Á svæðinu þessa vikuna verða tæplega 50 drengir og rúmlega 15 starfsmenn og sjálfboðaliðar. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá [...]

Lokadagur 9. flokks í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-08-09T01:43:56+00:0030. júlí 2019|

Framundan er lokadagur 9. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjar með kvikmyndasýningu í Gamla skála að loknum morgunverði og fánahyllingu. Að myndinni lokinni munu drengirnir pakka í töskur. Þá tekur við frjáls dagskrá fram til hádegis, bátar og íþróttahúsið [...]

Veisludagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-07-29T12:01:10+00:0029. júlí 2019|

Í dag er veisludagur í Vatnaskógi. Á veisludegi í dag verður boðið upp á brekkuhlauð, sem er 1.6 km hlaup upp að hliðinu að staðnum. Nú í morgunsárið er einnig boðið upp á úrslitaleikinn í Kristalbikarnum í Vatnaskógi. Eftir hádegi [...]

Það var heitt í Vatnaskógi í gær

Höfundur: |2019-07-28T09:22:03+00:0028. júlí 2019|

Veðrið hér í Vatnaskógi eftir hádegi í gær, laugardag, setti dagskrá flokksins úr skorðum, enda var óvenjuheitt og rakt loft ásamt algjöru kyrralogni hér um tíma. Til að bregðast við þessum mjög óvenjulegu veðuraðstæðum ákváðum við að hafa vatnafjör niður [...]

Þá hefst þriðji dagur 9. flokks

Höfundur: |2019-07-27T08:51:39+00:0027. júlí 2019|

Eftir skemmtilegan dag í gær, með fjölbreyttri dagskrá er komið að þriðja dag flokksins. Framundan er spennandi dagur með spennandi viðburðum sem endar með kvikmyndakvöldi, þar sem horft verður á ævintýramynd tengdri dagskrá dagsins. Annars er óhætt að segja að [...]

Að morgni annars dags í 9. flokki

Höfundur: |2019-07-26T08:48:35+00:0026. júlí 2019|

Fyrsti dagurinn hér í skóginum gekk eins og í sögu, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, kúluvarp og báta. Drengirnir léku sér á kassabílum og kíktu á smíðaverkstæðið eftir kvöldmat. Þeir tóku duglega til matar síns, enda boðið upp á [...]

50 drengir á leið í Vatnaskóg á morgun

Höfundur: |2019-07-24T22:01:13+00:0024. júlí 2019|

Níundi flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið, 25. júlí. Á svæðinu þessa vikuna verða 50 drengir og tæplega tuttugu starfsmenn og sjálfboðaliðar. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar [...]

Fara efst