Um Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið prestur í Church of the Redeemer United Methodist Church í Cleveland Heights, Ohio og starfar auk þess sem framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997 og prestsvígslu í United Church of Christ í nóvember 2021.

Lokadagur í 7. flokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:55+00:0018. júlí 2019|

Í dag er lokadagur 7. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjaði með morgunstund, að loknum morgunverði og fánahyllingu. Eftir hádegisverð verður boðið upp á skemmtilega dagskrá með hópleikum auk þess sem drengirnir munu horfa á kvikmynd um upphaf [...]

Flóttinn úr Vatnaskógi

Höfundur: |2019-07-16T09:22:53+00:0016. júlí 2019|

Í gærkvöldi á kvöldvöku brutum við dagskrána upp með ævintýraleiknum "Flóttinn úr Vatnaskógi", þar sem drengirnir safna vísbendingum og læðast fram hjá "gæslufólki" í tilraun sinni til að komast að hliðinu að staðnum. Önnur dagskrá var með hefðbundnara sniði, smíðaverkstæði [...]

Fyrsti dagurinn í 7. flokki

Höfundur: |2019-07-14T08:54:04+00:0014. júlí 2019|

Nú er fyrsta deginum í öðrum ævintýraflokki sumarsins lokið. Margt var til gaman gert, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, frjálsar íþróttir og báta. Kvöldvakan var að venju fjörug, boðið upp á leikrit, framhaldssögu um Najac, 12 ára dreng frá [...]

Lokadagur í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-07-11T23:02:20+00:0011. júlí 2019|

Framundan er lokadagur 6. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjar með Skógarmannaguðsþjónustu í Gamla skála, að loknum morgunverði og fánahyllingu. Síðan tekur við fjölbreytt leikjadagskrá. Eftir hádegisverð tekur við að pakka í töskur, boðið verður upp á hópleiki [...]

Veisludagur framundan

Höfundur: |2019-07-11T09:05:35+00:0011. júlí 2019|

Í dag er veisludagur í Vatnaskógi. Á veisludegi í dag verður boðið upp á víðavangshlaup, sem er 4,2 km hlaup í kringum Eyrarvatn, þar sem keppendur þurfa m.a. að vaða tvo mjög mismunandi árósa, annars vegar mjög grýttan árfarveg og [...]

Vatnafjör í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-07-10T08:59:44+00:0010. júlí 2019|

Í gær var enn einn dýrðardagurinn í Vatnaskógi á þessu sumri. Dagskráin var um mest með venjubundnum hætti, frjálsar íþróttir, knattspyrna, skákmót og útileikir voru meðal fjölmargra dagskrártilboða yfir daginn. Þá var jafnframt boðið upp á vatnafjör, þar sem drengjunum [...]

Allt fer vel af stað í 6. flokki

Höfundur: |2019-10-11T14:20:55+00:009. júlí 2019|

Fyrsti dagurinn hér í skóginum gekk eins og í sögu, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, frjálsar íþróttir og báta. Drengirnir léku sér á kassabílum, einhverjir kíktu út í skóg og skoðuðu skógarkofa og kúluhúsið okkar. Þeir tóku duglega til [...]

6. flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið

Höfundur: |2019-10-11T14:20:55+00:007. júlí 2019|

Sjötti flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið, 8. júlí. Á svæðinu þessa vikuna verða ríflega 100 drengir og rétt um tuttugu starfsmenn. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar [...]

4.flokkur – Dagur 1&2

Höfundur: |2019-10-11T14:20:55+00:0025. júní 2019|

Í gær komu um 90 drengir í 4. flokk Vatnaskógar og munu dvelja í Skóginum fram til 29. júní. Það var gott veður í gær, skýað og 13 gráður og smá gola. Það var boðið upp á báta, fótbolta, frjálsar [...]

Eldhúsið í Vatnaskógi

Höfundur: |2019-10-11T14:20:55+00:0020. júní 2019|

Eldhúsið í Vatnskógi gegnir mikilvægu hlutverki. Þar er borðað 5 x á dag stóran hluta ársins. Á næstu árum munu Skógarmenn endurnýja Matskálnn sem hýsir eldhúsið, matsalinn ofl. Tækin í eldhúsinu gegna miklvægu hlutverki í allri eldamennsku og án efa [...]

Fara efst