Halldór Elías

/Halldór Elías

Um höfundinn: Halldór Elías

Halldór Elías hefur starfað fyrir KFUM og KFUK með hléum síðan 1991, þegar hann var fyrst starfsmaður í sumarbúðunum í Vatnaskógi. Hann hefur leyst af sem æskulýðsfulltrúi, unnið að margvíslegum sérverkefnum, skrifað fræðsluefni og er ábyrgur fyrir handbók fyrir sumarbúðastarfsfólk sem kom fyrst út árið 2001 en hefur farið í gegnum tvær endurskoðanir síðan. Þá hefur Halldór annast námskeið fyrir sumarbúðastarfsfólk, haldið fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir fólk á öllum aldri. Halldór var framkvæmdastjóri Æskulýðsstarf kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum um tíma, framkvæmdastjóri safnaðarstarfs í Grensáskirkju, hefur skrifað kennsluefni fyrir Biskupsstofu, komið að starfsþjálfun djákna fyrir kirkjuna og staðið að námskeiðahaldi og endurmenntun presta og annars starfsfólks í kirkjunni. Síðustu ár hefur Halldór verið fræðslufulltrúi Pilgrim Congregational UCC kirkjunnar í Cleveland, Ohio, auk þess að sinna ráðgjöf og sjálfstæðum verkefnum fyrir fjölmarga aðila. Halldór lauk BA prófi í djáknafræðum frá HÍ 1997 og hefur síðan öðlast tvær framhaldsgráður í guðfræði með áherslu á safnaðarstarf, skipulag og stjórnun. Hann fékk djáknavígslu í september 1997.

Fyrsti dagurinn í 7. flokki

skrifaði|2019-07-14T08:54:04+00:0014. júlí 2019|

Nú er fyrsta deginum í öðrum ævintýraflokki sumarsins lokið. Margt var til gaman gert, boðið var upp á leiki, knattspyrnu, frjálsar íþróttir og báta. Kvöldvakan var að venju fjörug, boðið upp á leikrit, framhaldssögu um Najac, 12 ára dreng frá [...]

Lokadagur í Vatnaskógi

skrifaði|2019-07-11T23:02:20+00:0011. júlí 2019|

Framundan er lokadagur 6. flokks í Vatnaskógi. Dagskráin verður fjölbreytt og byrjar með Skógarmannaguðsþjónustu í Gamla skála, að loknum morgunverði og fánahyllingu. Síðan tekur við fjölbreytt leikjadagskrá. Eftir hádegisverð tekur við að pakka í töskur, boðið verður upp á hópleiki [...]

Veisludagur framundan

skrifaði|2019-07-11T09:05:35+00:0011. júlí 2019|

Í dag er veisludagur í Vatnaskógi. Á veisludegi í dag verður boðið upp á víðavangshlaup, sem er 4,2 km hlaup í kringum Eyrarvatn, þar sem keppendur þurfa m.a. að vaða tvo mjög mismunandi árósa, annars vegar mjög grýttan árfarveg og [...]

Vatnafjör í Vatnaskógi

skrifaði|2019-07-10T08:59:44+00:0010. júlí 2019|

Í gær var enn einn dýrðardagurinn í Vatnaskógi á þessu sumri. Dagskráin var um mest með venjubundnum hætti, frjálsar íþróttir, knattspyrna, skákmót og útileikir voru meðal fjölmargra dagskrártilboða yfir daginn. Þá var jafnframt boðið upp á vatnafjör, þar sem drengjunum [...]

Könnun vegna Sæludaga 2017

skrifaði|2019-04-29T20:29:56+00:006. ágúst 2017|

Takk fyrir þátttökuna í Sæludögum í Vatnaskógi nú í ár. Hér fyrir neðan er þjónustukönnun vegna Sæludaga. Vinsamlegast svaraðu spurningunum hér að neðan svo að Sæludagar að ári megi ganga enn betur. […]

Starfsfólkið í 8. flokki í Vatnaskógi

skrifaði|2017-07-21T17:54:08+00:0020. júlí 2017|

Áttundi flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið. Á svæðinu verða tæplega 80 drengir og rétt um tuttugu starfsmenn á öllum aldri. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar helstu upplýsingar [...]

Litla jólabarn – Aðventudagar í Vatnaskógi

skrifaði|2016-11-11T17:23:15+00:0011. nóvember 2016|

Skógarmenn KFUM bjóða nú í fyrsta skipti uppá aðventudaga í Vatnaskógi. Markmiðið er að bjóða fjölskyldum uppá jólaleg rólegheit í fallegu umhverfi Vatnaskógar. Nánari upplýsingar verða á Litla jólabarn - Aðventudagar í Vatnaskógi á Facebook. Hugmynd af dagskrá Laugardagur 3. desember Kl. [...]