Sjötti flokkur í Vatnaskógi hefst í fyrramálið, 8. júlí. Á svæðinu þessa vikuna verða ríflega 100 drengir og rétt um tuttugu starfsmenn. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar helstu upplýsingar á slóðinni https://vatnaskogur.is/vatnaskogur-upplysingar-fyrir-foreldra-og-forradamenn/.

Starfsfólk sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Ástráður Sigurðsson, Hjalti Jóel Magnússon, Hreinn Pálsson, Gunnar Hrafn Sveinsson, Pétur Sigurðsson, Davíð Guðmundsson, Friðrik Páll Schram Ragnarsson og Þráinn Andreuson.

Eldhúsi og þrifum er stýrt af Valborgu Rut Geirsdóttur en henni til aðstoðar eru Salóme Pálsdóttir, Ísak Jón Einarsson, Fannar Hannesson og Gestur Daníelsson. Þess utan verða nokkrir matvinnungar á svæðinu, ungir framtíðarleiðtogar sem koma sem sjálfboðaliðar í skóginn og grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Matvinnungar þessarar viku eru m.a. Sverrir Hákon, Brynjar Karl Guðmundsson, Dagur Ingi Viðarsson og Tómas Ingi Halldórsson.

Þá verða Hákon Arnar Jónsson, Þórir Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Yfirumsjón með öllu sem fram fer í Vatnaskógi þessa vikuna er síðan í mínum höndum. Ég heiti Halldór Elías Guðmundsson kallaður Elli, en ég kom fyrst til starfa í Vatnaskógi í júní 1991.

Hægt verður að sjá ljósmyndir frá 6. flokki á Flickr svæði KFUM og KFUK. Að öðru jöfnu koma nýjar myndir inn öðru hvoru megin við hádegi hvern dag, að fyrsta degi undanskildum. Slóðin á myndasafnið er: https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157709494962811

Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.