Í gær komu um 90 drengir í 4. flokk Vatnaskógar og munu dvelja í Skóginum fram til 29. júní. Það var gott veður í gær, skýað og 13 gráður og smá gola. Það var boðið upp á báta, fótbolta, frjálsar íþróttir, íþróttahús og margt fleira. Við fengum sænskar kjötbollur í hádeginu, kökur og kryddbrauð í kaffinu og aspassúpu og brauð í kvöldmatinn. Eftir kvöldmat byrjuðum við svo í hermannaleik. Hermannaleikur er eins og klemmuleikur, tvö lið sem eiga að reyna ná klemmu af öxl strákanna í hinu liðinu. Annað liðið silgdi út í Oddakot en þar beið þeirra hitt liðið, svo hófst orrrustan. Strákarnir skemmtu sér konunglega. Við enduðum daginn á kvöldvöku þar sem við sungum lög, sáum leikrit og heyrðum hugleiðingu. Frábær dagur.

Í dag rignir á okkur en það er ekki mikill vindur þannig að það er gott bátaveður og enn betra veiðiveður. Nú þegar hafa tveir fiskar verið veiddir. Það er lasagna í hádegismatinn, dúndur kaffitími og ávaxtasúrmjólk í kvöldmatinn. Hér að neðan koma inn myndir frá Vatnaskógi og munum við vera duglegir við að bæta inn myndum frá dvölinni.

Foringjar sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru þeir Ísak Jón Einarsson, Gunnar Hrafn Sveinsson, Benedikt Guðmundsson, Matthías Guðmundsson, Jakob Viðar Sævarsson, Jens Eli Gunnarsson og Dagur Adam Ólafsson. Þeim til halds og trausts er Þráinn Andreuson og forstöðumaður flokksins Hreinn Pálsson.

Eldhúsi og þrifum er stýrt af Ingibjörgu L Friðriksdóttur en henni til aðstoðar eru Gestur Daníelsson, Birna Júlía Björnsdóttir, Fannar Logi Hannesson og Gríma Katrín Ólafsdóttir.

Þess utan eru ungir aðstoðarforingjar á svæðinu, framtíðarleiðtogar í starfi KFUM og KFUK sem koma sem sjálfboðaliðar og grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Aðstoðarforingjar þessa vikuna eru þau Ása Hrönn Magnúsdóttir og Dagný Guðmundsdóttir.

Þá eru þeir Hákon Arnar Jónsson, Sigurður Jóhannesson og Þórir Sigurðsson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði.

Foreldrum stendur til boða að hringja í Vatnaskóg alla daga milli 11 og 12. Þá mun forstöðumaður sitja við símann og svara spurningum.

Meira síðar!

Hreinn Pálsson – forstöðumaður

64600412_638516530000945_6865514585684705280_n