Tíundi flokkur í Vatnaskógi hefst síðar í dag, 6. ágúst. Á svæðinu þessa vikuna verða tæplega 50 drengir og rúmlega 15 starfsmenn og sjálfboðaliðar. Fyrir foreldra og forráðamenn sem eru ennþá að skipuleggja ferðina og pakka með aðstoð drengjanna, þá eru allar helstu upplýsingar á slóðinni https://vatnaskogur.is/vatnaskogur-upplysingar-fyrir-foreldra-og-forradamenn/.

Starfsfólk sem annast dagskrá og umönnun drengjanna eru Hreinn Pálsson, Baldur Ólafsson, Hjalti Jóel Magnússon, Matthías Guðmundsson, Dagur Adam Ólafsson og Hákon Arnar Jónsson.

Eldhúsi og þrifum er stýrt af Ingibjörgu Lóreley Zimsen Friðriksdóttur en henni til aðstoðar verða María Rut Arnarsdóttir, Harpa Vilborg Schram og Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir. Þess utan verða nokkrir matvinnungar á svæðinu, ungir framtíðarleiðtogar sem koma sem sjálfboðaliðar í skóginn og grípa í hvers kyns verkefni á svæðinu, hvort sem það er aðstoð í gönguferðum, uppvask, smíðar, frágangur og tiltekt á svæðinu eða skipulag leikja undir umsjón foringja. Matvinnungar þessarar viku eru Guðmundur Tómas Magnússon og Tómas Ingi Halldórsson.

Þá verða Þórir Sigurðsson og Sigurður Jóhannesson í flokknum og koma að ýmsu daglegu viðhaldi á tækjum og húsnæði. Auk þess er Fannar Hannesson vinnumaður á svæðinu og kemur að margvíslegum verkefnum tengdu sértæku viðhaldi og frágangi.

Yfirumsjón með öllu sem fram fer í Vatnaskógi þessa vikuna er síðan í mínum höndum. Ég heiti Halldór Elías Guðmundsson kallaður Elli, en ég kom fyrst til starfa í Vatnaskógi í júní 1991.

Hægt verður að sjá einhverjar ljósmyndir frá 10. flokki á Flickr svæði KFUM og KFUK. Við höfum þó dregið verulega úr myndbirtingum í samanburði við liðin ár.

Ef þú þarft að hafa samband við okkur í Vatnaskógi, er hægt að senda tölvupóst á netfangið elli@vatnaskogur.net.