Skógarmenn KFUM þakka stuðninginn við kaffisöluna sem haldin var Sumardaginn fyrsta.
Hafið hjartans þökk fyrir þann hlýja hug sem starfinu í Vatnaskógi er sýndur með því að gefa kökur og kaupa veitingar. Alls söfnuðust tæplega 600 þús. sem er mesta innkoma á kaffisölu Skógarmanna frá upphafi, frábært.
Stuðningur velunnara Vatnaskógar þennan dag mun nýtast vel í uppbyggingu starfsins en nú standa yfir miklar framkvæmdir við byggingu á nýjum liðlega 540² svefn og þjónustuskála í Vatnaskógi.
Hægt er að sjá nokkrar nýjar myndir af framkvæmdum:
MYNDIR
KÆRAR ÞAKKIR.