Spennandi laugardagur verður í Vatnaskógi laugardaginn 9. maí.
Vinnuflokkur verður frá kl. 9:00.
Þar sem aðalverkefnið klæða þakið þak hússins ein auk þess verða síðustu þaksperrur hússins festar.
Vinna við að reisa nýbyggingu Vatnaskógar gengur mjög vel en hún hófst i mars og nú er búið er að klæða húsið, gluggar komnir á sína staði og búið að festa flestar þaksperrur.
Móttaka verður kl. 15:30
Eitt af verkum laugardagsins verður að negla síðustu þaksperruna fasta og af því tilefni munu Skógarmenn bjóða til móttöku – risgjalda.
Dagskrá móttökunnar:
kl. 15:30 Mæting á staðinn húsið skoðað.
kl. 16:00 Móttaka í nýbyggingu
– Gestir boðnir velkomnir: Ólafur Sverrisson formaður Skógarmanna
– Ávarp: Tómas Torfason formaður KFUM og KFUK á Íslandi
– Síðasta sperran negld og fest, fánar dregnir að hún
– Blessun sr. Jón Ómar Gunnarsson æskulýðsprestur
– Söngur "Áfram Kristmenn Krossmenn"
– Kaffiveitingar í Matskála
Velunnarar Vatnaskógar eru boðnir velkomnir og gleðjast með okkur yfir þessum áfanga.
Tilkynning um þátttöku (í vinnuflokk eða mótttöku) og nánari upplýsingar veitir Ársæll Aðalbergsson framkvæmdastjóri Vatnaskógar
arsaell@kfum.is