Laugardaginn 9. maí er Skógarmenn KFUM fögnuðu risgjöldum á nýjum skála í Vatnaskógi var Bjarni Ólafsson sæmdur gullmerki Skógarmanna.
Bjarni Ólafsson sat í stjórn Skógarmanna KFUM frá 1944-1947, þar af sem ritari í 2 ár. Lagði hann mikið af mörkum fyrir starfið í Vatnskógi.
Meðal annars teiknaði hann og byggði kapelluna en hún var vígð þann 24. júlí árið 1949. Auk þess teiknaði hann og vann við byggingu á bátaskýli Vatnaskógar en það var tekið í notkun 1962.
Bjarni starfaði einnig mikið í KFUM í Laugarnesi ásamt bróður sínu Friðriki sem dó fyrir aldur fram. Það starf fór fram í húsi sem var nefnt Drengjaborg. Það hús var um tíma í Vatnaskógi áður en það var selt og er nú sumarbústaður í Borgarfirði. Fjölmargir "drengir" á ýmsum aldri hugsa með miklum hlýhug og þakklæti til Bjarna og þeirrar trúmennsku sem hann hefur sýnt starfi KFUM og Vatnskógar í gegnum tíðina.