Nú er 2. flokkur komin á fulla ferð og nóg að gera í dag miðvikudag er komið þvílík blíða logn, sól og 15° hiti.
Drengirnir una sér vel og ekki laust við þeir séu farnir að finna sig vel heima.
Í dag mun stefnan sett á að heimsækja Oddakot – baðströnd okkar Skógarmanna.
Í hádegismat er fiskréttur, hrísgrjón með salati. Í kaffitímanum er kanillengjur, sjónvarpskaka (þótt ekkert sjónvarp sé) og bollur.
Hér eru myndir frá 2. degi og nokkrar síðan í morgun:

MYNDIR
Bestu kveðjur úr Vatnaskógarblíðunni.
Ársæll forstöðumaður