Nú er farið að líða á 2. flokk og allt í góðu gengi.
Í gær var farið í Oddakot baðströnd okkar Skógarmanna í blíðskapaveðri en rétt þegar menn voru að koma sér í baðstrandarstellingar þá dró fyrir sólu en flestir létu það ekki á sig fá og skemmtu konunglega.
Í dag una drengirnir hag sínum vel enda margt hægt að gera í blíðviðrinu hér í Vatnaskógi.
Bátarnir, fótbolti og smíðastofan eru vinsælust og í dag voru teknar í notkun tvær nýjar stangartennis stangir (sjá myndir). Í hádegismat verður boðið uppá hakk og spaggetti.
Hér eru nokkar
myndir frá því í gær (miðvikud.) og í morgun en eins má sjá nokkrar myndir af framkvæmdum við þak kapellunnar sem nú er verið að endurnýja.

Bestu kveðjur úr Vatnaskógi
Ársæll