Nú er 2. flokki í Vatnaskógi að ljúka. Tíminn hefur liðið hratt drengirnir eru í óða önn að undirbúa sig fyrir heimferð – nú er um að gera að gleyma ekki neinu. Ef svo illa fer að eitthvað vantar þá góður möguleiki að týndar flíkur eða aðra óskilamuni sé hægt að vitja í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK við Holtaveg.
Sunnudagurinn – veisludagurinn hófst með Skógarmannaguðsþjónustu, brekkuhlaupi, forkeppni í biblíuspurningarkeppni og samkvæmt áratugalangri hefð er grjónagrautur í hádegismat á veisludegi. Lokaknattspyrnuleikur á milli stjörnu- og úrvalsliðs drengjanna hefst núna eftir kaffi.
Veðrið er prýðilegt en nokkrir rigningaskúrir hafa bleytt vel í mönnum og gróðri nú fyrir hádegi.
Hátíðin sjálf hefst kl. 17:00 með Pizzuveislu síðan verður hátíðarkvöldvaka strax á eftir.
Brottför úr Vatnaskógi verður um kl. 20:00 í kvöld. Áætluð heimkoma er um kl. 21:00 við hús KFUM og KFUK við Holtaveg.