Það hefur verið fjör hér í Vatnaskógi. Venjulegur dagur í Vatnaskógi gengur þannig fyrir sig að drengirnir eru vaktir kl. 08:30 og morgunmatur hefst 09:00, þar á eftir er morgunstund og loks frjáls tími. Á milli matartíma geta drengirnir valið sjálfir hvað þeir gera og eru 3-4 atriði á dagkránni. Yfirleitt er boðið upp á knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Íþróttahúsið er opið, þar er hægt að spila borðtennis, pool, fótboltaspil, þythokký, lesa og teikna. Þá er einnig íþróttasalur og oft bjóðum við upp á einhverja leiki þar. Útileikjaforingi er svo með ýmsa útileiki og hafa þeir notið mikilla vinsælda. Einnig er smíðaverkstæði í bátaskýlinu og hafa margir drengir verið að smíða listagripi þar.
Í gær var tortilla í hádegismatinn, keppt var í knattspyrnu og blásnir upp hoppukastalar og voru drengirnir mjög hrifnir af því. Einnig var smíðaverkstæðið opið. Eftir kaffið var svo keppt í kringlukasti og þrístökki og margir sem tóku þátt í því. Skógurinn hér í kring gefur einnig endalausa möguleika á útiveru og leikjum. Því miður er enn nokkur vindur og því höfum við ekki getað opnað bátana. Kvöldmatur er svo kl. 18, kvöldkaffi 20:00 og loks kvöldvaka þar sem er sungið, sýnt leikrit, sögð framhaldssaga og loks endað á biblíusögu. Drengirnir voru sofnaðir um 22:30.
Myndir frá gærdeginum má sjá hér
Í dag er stefnan sett á hermannaleik sem er spennandi útleikur sem allar taka þátt í og einnig ætlum við að bjóða upp á ferðir á mótorbát auk margs annars. Nánar um það á morgun.
Kveðja úr Vatnaskógi
Þráinn