Það var frískur hópur drengja sem kom hingað í Vatnaskóg í gær. Í upphafi skiptust þeir á borð og farið var yfir helstu reglur og mikilvæga hluti. Að því loknu var farið út í skála og þeir komu sér fyrir, loks var borðaður hádegismatur, enda margir þeirra orðnir svangir. Í hádegismatinn voru kjúklinganaggar sem vöktu mikla lukku meðal drengjanna.
Eftir hádegismat hófst síðan dagskráin. Hér í Vatnaskógi velja drengirnir á milli þess sem er í boði. Yfirleitt er 3-4 viðburðir á dagskránni og er yfirleitt hægt að taka þátt í öllu ef þeir vilja það. Eftir hádegismat var boðið upp á gönguferð um svæðið, íþróttahúsið var opið og þar er hægt að spila pool, borðtennis, þythokký, fótboltaspil og lesa. Einnig var hægt að fara í knattspyrnu og láta reyna á listamanninn á smíðverkstæðinu. Hér hefur verið nokkur vindur og því eru bátarnir ekki opnir.
Þannig hélt dagskráin áfram og lauk með kvöldkaffi kl. 20:30 og svo kvöldvöku. Eftir það fóru drengirnir að sofa og var komin ró um 22:45.
Það er góður hópur drengja sem er hér og margir eru að koma í fyrsta skipti. Vissulega eru einhverjir sem hafa hugsað heim en slíkt er eðlilegt á fyrsta degi. Við minnum foreldra á að við hikum ekki við að hafa samband ef eitthvað er. Einnig er hægt að hringja hingað á staðinn í s. 433-8959, milli 11-12 á morgnana og spyrjast fyrir um drengina.

Myndir frá gærdeginum má sjá hér
Kveðjur úr Vatnaskógi
Þráinn Haraldsson, forstöðumaður.