Sólin skein í heiði hér í Vatnaskógi í gær og allir nutu veðurblíðunnar. Aðalviðfangsefni dagsins var gönguferð í hylinn, en hylurinn er í gili hér hinum megin við vatnið. Það er gengið héðan frá Vatnaskógi og þegar komið er í hylinn geta drengirnir hoppað út í eða notað einskonar náttúrulega rennibraut. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og drengirnir skemmtu sér mjög vel. Þrátt fyrir að vatnið sé mjög kalt létu þér það ekki á sig fá og margir hoppuðu margoft.
Þegar komið er niður aftur var drukkið kaffi í laut neðst í gilinu og var komið með djús og kökur frá Vatnaskógi. Það er lautarferðarstemning og gaman að borða kaffið úti við. Eftir kaffið gengu drengirnir svo af stað aftur í Vatnaskóg. Lagt var af stað fljótlega eftir hádegismat og komið til baka fyrir kvöldmat sem voru grillaðar pylsur og hægt að segja annað en að hópurinn hafi tekið hraustlega til matar síns, enda svangir eftir langa gönguferð.
Í gær kom einnig hoppukastali á staðinn og var hann opinn eftir kvöldmat og vakti mikla lukku.
Drengirnir voru sofnaður um 23:00

Myndir frá gærdeginum má sjá hér
Í dag er einnig gott veður og nú í morgunsárið eru drengirnir allir úti að leika sér í bátum, íþróttum og fleiru. Á morgun er veisludagur og verða drengirnir komnir til Reykjavíkur um 21:00
Kveðjur úr Vatnaskógi
Þráinn