Á kvöldvökum í Vatnaskógi er söngurinn á bátunum piltarnir bruna alltaf sunginn og má segja að það sé viðeigandi í þessum flokki því nær allir drengirnir hafa farið á bát og það oftar en einu sinni. Það eru allt að því 30 dregnir á bátum hverju sinni. Þó fáir fiskar hafi verið dregnir á landi þá standa margir drengjanna fyrir öflugu sílaeldi við bátaskýlið. Í gær áttu við góðan dag drengirnir voru vaktir að venju klukkan 8.30 og fengu smurt brauð og heitt kakó í morgunmat. Á dagskrá var margt og mikið spennandi m.a. svokallað víðavangshlaupara, sem er um 4 km hlaup hringinn í kringum Eyrarvatn um 20 drengir tóku þátt og lögðu sig alla fram. Í gær var einnig boðið upp á hermannaleik, en það er löng hefð fyrir þeim leik hér í Vatnaskógi. Þá er hópnum skipt í tvö lið Oddverja og Haukdæli og fær hvort liðið sína bækistöð og sigruðu Oddverjar örugglega í gær. Eyrarvatn er vinsælt meðal drengjanna eins og áður sagði og fóru margir á bát og enn fleiri sáu ástæðu til þess að vaða/synda í vatninu enda blíða hér í gær þó ekki hafi alltaf verið sól var hitastigið um 18°C. Í íþróttahúsinu var boðið upp á skákmót og tóku margir þátt í því.
Í hádegismat var boðið upp á grjónagraut og grillað brauð, í kaffinu var jógurtkaka, brauðbolla og hafrakaka, í kvöldmat var síðan blómkálssúpa og í kvöldkaffi var mjólkurkex ásamt pólókex á boðstólnum.
Allt gengur ljómandi vel í Vatnaskógi og í dag verð ýmislegt spennandi í boði meðal annars töfrasmiðja fyrir upprennandi sjónhverfingarmenn. Nú eru drengirnir að taka þátt í margvíslegru dagskrá sumir eru í gögnuferð um skóginn í leit að góðum tálg spýtum, aðrir eru að smíða borðtennisspaða, nokkrir að vaða svo fátt eitt sé nefnt.
Myndir frá degi 3 verða hér: http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=64669