Það var fjörugur hópur drengja sem mætti hingað í Vatnaskóg í gær, þar á meðal margir sem hafa komið hingð áður og þekkja því staðinn inn og út.
Dagskráin hófst með hádegismat og að því loknu var boðið upp á knattspyrnu, báta, íþróttahús, gönguferð og fleira. Fjölmargir drengir hafa tekið þátt í íþróttunum, bæði knattspyrnu og frjálsum íþróttum er þær hófust seinna um daginn. Einnig nutu bátanir mikilla vinsælda. Í gær var veður með ágætum en hvessti örlítið er leið á daginn.
Dagurinn endaði svo á kvöldvöku og það voru ánægðir en þreyttir drengir sem sofnuðu upp úr 23:00.
Núna þriðjudag er ágætis veður, skýjað og nánast logn og drengir allir úti að leika sér.
Myndir frá gærdeginum er komnar inn á síðuna og má sjá þær hér:
http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=69009
Kveðja úr Vatnaskógi
Þráinn