Þetta líður hratt hjá okkur í Vatnaskógi nú er fimmti dagur fimmta flokks 2009 hafinn og veðrið leikur við okkur. Það er sól, heiðskírt, 20°C hiti og góð stemmning í hópnum.
Í gær var mikið um að vera hjá okkur eins og venjulega og var veðrið þokkalegt þó skýjað en um 15°C hiti. Drengirnir fengu að vaða í vatninu í gær og nýttu sér það flestir. Samkvæmt óformlegri skoðunarkönnun hafa nær um því allir drengirnir farið á bát í flokknum, en þeir hafa notið ótrúlegra vinsælda. Í gær máttu drengirnir fara í heitu pottana þar sem að Hreiðar foringi sagði sögur af Emil í Kattholti. Mikið var um útileiki í gær drengirnir fóru í stórfiskaleik, eina krónu og margt fleira. Svínadalsdeildinni í knattspyrnu lauk með sigri drengjanna á sjöunda borði og sigruðu þeir einnig meistarakeppnina sem fram fór einnig í gær.
Í hádeginu í gær var boðið upp á kjötbollur með kartöflum, salati og sósu. Í kaffinu var norsk tekaka, hafrakex og brauð og í kvöldmatinn fengum við kakósúpu og ávexti í kvöldhressingu.
Í dag er síðan fyrirhuguð ævintýrleg sundferð. Farið verður handan við vatnið og drengjunum boðið að stökkva í náttúrlegan hyl hér í dalnum.
Myndir frá degi 4 eru hér: http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=66653