Þriðji dagurinn í Vatnaskógi hófst á hefðbundum tíma, en drengirnir voru vaktir við fagran fuglasöng um klukkan 8.30 og morgunmatur var klukkan 9.00. Veður var mjög gott heiðskírt, logn og 12 – 15 stiga hiti og var því mikil eftirvænting í hópnum. Fyrir hádegi var hefðbundin dagskrá morgunstund og biblíulestur á eftir því fylgdi fjölbreytt dagskrá fyrir drengina knattspyrnan var á sínum stað, einnig var boðið upp á fótboltaspilsmót, stuttmyndahópur var að störfum, smíðaverkstæðið var opið og unnu drengirnir þar undir leiðsögn Andra smíðaforingja, bátar voru opnur að venju og Birgir útileikjaforingi bauð upp á leiki og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Eftir hádegismat (Medisterpylsa, kartöflumús, bakaðar baunir og salat) var boðið upp á alvöru fjallgöngu upp á fjallið Kamb sem gnæfir hér yfir okkur. Fjallið er hluti af Skarðsheiðinni og er um 750 metrar. 30 drengir ásamt foringjum þrömmuðu upp fjallið. Þau lögðu í hann klukkan 13.30 og komu tilbaka klukkan 18.30, sem sagt alvöru ganga eins og sjá má á myndunum (http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=61784). Um kvöldið fór allur flokkurinn í sund í sundlauginni á Hlöðum, sundlaugin er stutt frá Vatnaskógi þannig að hópurinn fékk sér kvöldgöngu þangað í sól og blíðu. Eftir sund var kvöldvaka í Gamla skála og að því loknu kvöldkaffi. Í kvöldkaffinu fengu drengirnir ávexti, en afmælisdrengur dagsins fékk afmælisköku, enda 13 ára í gær. Í Vatnaskógi keppnum við í nánast öllu meira segja í hegðun. Í öllum flokkum er veittur bikar fyrir sigur í hegðunarkeppni og er 4. flokkur þar engin undantekning nema hvað við bætum um betur því það lið sem nær flestum stigum á dag í hegðunarkeppninni fær vegleg verðlaun í gær hlutu sjötta og sjöunda borð flest stig (4 af 5 mögulegum) og deila því verðlaunum dagsins.
Það var mikið á dagskrá þennan dag og við bættum um betur því að þeim drengjum sem vildu var boðið að sofa undir berum himni í rjóðri í skóginum sem við köllum Skógarkirkju. Þáðu 24 drengir boðið og fengu þeir að vaka örlítið lengur en hinir drengirnir, grilluðu sykurpúða og drukka heitt kakó.
Myndir frá degi 3 er að finna hér: http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=61737