Veðrið lék við okkur hér í Vatnaskógi í gær. Sólin skein og það var stillilogn. Það er ekki hægt að segja annað drengirnir hafi kæst mjög yfir því að bátarnir voru opnir og get ég fullyrt að hver einasti drengur hafi farið út á bát. Einnig voru mjög margir sem nýttu sér tækifærið og fóru að vaða í vatninu. Það fór í raun lítið fyrir annarri dagskrá þar sem flestir drengirnir voru í eða við vatnið enda alltaf skemmtilegt að leika sér þar. En einnig var keppt í frjálsum í þróttum og fótbolta. Einnig blésum við upp hoppukastala og nutu þeir mikila vinsælda. Það voru því þreyttir en ánægðir drengir sem komu í kvöldkaffi 20:30 og fóru svo á kvöldvöku. Drengirnir voru sofnaðir um 22:30.
Það var einnig létt yfir drengjunum í dag enda leikur veðrið við okkur. Dagurinn verður því nýttur til að leika sér á bátunum og vera úti við.

Myndir frá gærdeginum má sjá hér
Sólarkveðjur úr Vatnaskógi
Þráinn