Yfir 1200 manns heimsóttu Vatnaskóg og tóku þátt í sannkölluðum Sæludögum í frábæru veðri um verslunnarmannahelgina. Fjölbreytt dagskrá var og gleðin skein úr andlitum gestanna. Dagskráinn var þétt og höfðaði til allra aldurshópa, kvöldvökur, vatnafjör, spennandi fræðslustundir, tónleikar, íþróttir og margt fleira var í boði.
Hér fyrir neðan er tengill á nokkrar myndir sem Haraldur Guðjónsson ljósmyndari (hag) tók af nokkrum viðburðum og munu birtast fleiri myndir síðar.