Fyrsti dagurinn er liðinn í Vatnaskógi, rúmlega 70 drengir mættu fullir af orku rétt fyrir hádegi í dag. Sólin lék við okkur og voru nokkrir fótbolta leikir spilaðir, bátarnir prófaðir og kjaftasögurnar fuku í kúluhúsinu. Nokkrir hafa smitast af gelgjunni og er gelgjusjúkdómurinn á misalvarlegu stigi. Dagurinn endaði á sögu um Sr. Friðrik og hvernig KFUM og KFUK byrjaði hér á landi. Nú eru þreyttir drengir lagstir í rúmið sumir sofnaðir en aðrir ekki. Vonum að morgundagurinn verði jafn hlýr og dagurinn í dag.