Jæja núna er síðasti dagurinn. Drengirnir leggja af stað úr skóginum klukkan 20:00 þeir sem verða sóttir ættu að vera sóttir á sama tíma. Sólin skín en það er líka smá gola. Dagskráin í dag er þétt skipuð en veislukvöldið er í kvöld þar sem bikarar verða afhentir, sjónvarp Lindarrjóður verður sýnt, þátturinn Skonrokk og margt fleira. Ég þakka fyrir góða og fjöruga viku.
kveðja
Haukur Árni