Nú stendur yfir veislukvöld hér í Vatnaskógi og eru unglingarnir í sínu fínasta og gæða sér á þessari líka ljómandi Bejonskinku. Úr matsalnum verður haldið í veislukvöldvöku í Gamlaskála og þar munu starfsmenn sýna sjónvarp Lindarrjóður sem hefur verið tekið upp í dag og síðustu daga.

Hópurinn er svo væntanlegur á Holtaveg 28 (þjónustumiðstöð KFUM og KFUK) kl. 18:00 á morgun.

Kveðja úr vatnaskógi