Miðnæturíþróttamót ungldingadeilda var haldið í lok október í Vatnaskógi. Voru Rétt um 100 þátttakendur á mótinu og gekk allt rosalega vel. Gísli Davíð Karlsson var skipuleggjandi mótsins og var dagskráin þétt skipuð, á dagskránni var meðal annars prjónakeppni, fótboltamót, þythokkímót, brúarsmíði og rúsínuskirp svo eitthvað sé nefnt. Það var UD Hveragerði sem bar sigur úr bítum og tók við farandbikarnum, einnig var ungur drengur frá Hveragerði valinn íþróttagarpur KFUM og ung stúlka úr Mosfellsbæ sem var íþróttagarpur KFUK. Myndir má finna
hér
myndirnar eru undir miðnæturíþróttamót 2009.
Takk fyrir gott mót
kveðja
Haukur Árni
Æskulýðsfulltrúi