Nú er viðburðarríku ári í starfi Vatnaskógar senn að ljúka.
Fjölmargir hópar hafa heimsótt staðinn og fór síðasti fermingarhópur haustsins í síðustu viku. Var þar á ferðinni hinn nývaldi sóknarprestur Útskálaprestakalls sr. Sigurður Grétar Sigurðsson sem kom með tæplega 50 væntanleg fermingarbörn. Fermingarnámskeið haustsins hafa gengið vel og voru nú liðlega 30 hópar þetta haustið en sá fyrsti kom í ágúst.