Landsmótið verður í Vatnaskógi um helgina. Frábært veður er í skóginum og sögur segja að skógurinn hafi sjaldan litið jafn vel út. Skógurinn er á kafi í snjó sem mun gera helgina enn meira spennandi og verður frábært að hoppa og fíflast í snjónum um helgina.
Öll dagskrá stenst sem áður hefur verið auglýst.