KFUM og KFUK þakkar frábæra skráningu í sumarbúðir félagsins nú þegar hafa rumlega 1700 börn verið skráð í sumarbúðastarfið. Undirbúningur starfsins er í fullum gangi en 30 sjálfboðaliðar voru í Vatnaskógi um helgina að sinna viðhaldi og áframhaldandi uppbyggingu.
Námskeið sumarbúðastarsfólks eru í fullum undirbúningi enda gerir KFUM og KFUK nú sem fyrr miklar faglegar kröfur á allt starfsfólk sumarbúðanna.
Skráning fer fram á skraning.kfum.is eða í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í s. 5 88 88 99