Nú er sumarið að nálgast og sumardagurinn fyrsti á morgun:
Við minnum á kaffisölu Skógarmanna og um kvöldið blása Skógarmenn síðan til stórtónleika. Eins og flestum er kunnugt eru Skógarmenn að reisa nýjan svefn- og þjónustuskála og mun allur ágóði dagsins renna til framkvæmda við nýbygginguna. Eins og staðan er í dag þá er framlag dagsins það ráðstöfunarfé sem Skógarmenn hafa til framkvæmdanna.
Kaffisalan verður frá kl. 14:00 til 18:00
Á tónleikunum koma fram: Karlakór KFUM, KK, Pétur Ben og Raddbandið. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Eftir tónleikana verður hægt að kaupa kaffi og meðlæti.
Allir velkomnir
ATH: Hægt að kaupa miða á
tónleikana hérna.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00
Tilvalið að koma, fagna sumri og njóta skemmtilegrar dagskrár og styðja mikilvæga uppbyggingu í Vatnaskógi.
Skógarmenn: Áfram að markinu!