Enn á ný býður Vatnaskógur uppá flokka fyrir feður og dætur þeirra -feðginaflokka.
Hefur þessi nýi möguleiki mælst afar vel fyrir. Feðginaflokkur 2010 verður dagana 14. til 16. maí 2010. Vatnaskógur býður uppá heillandi umhverfi sem er tilvalið til leikja og útiveru, vatnið, skógurinn og fjöllin í kring. Á svæðinu er líka gott íþróttahús, bátar, grasvellir og gistiaðstaða er hin besta.

Á dagskrá verða m.a. íþróttir, gönguferðir, kvöldvökur, fræðslustundir og margt fleira. Að fara í feðginaflokk er gott tækifæri fyrir feður að koma í Vatnaskóg og rifja upp gamlar minningar eða kynnast þessum frábæra stað. Og það er tilvalið fyrir dæturnar að fara með pabba í Vatnaskóg og hafa það skemmtilegt með honum.

Rétt er að hafa búnað til útiveru eru s.s. stígvél eða gönguskó, regngalla,strigaskó, föt til skiptanna, húfu, íþróttaskó til notkunar
í íþróttahúsi og annað sem þið teljið nauðsynlegt, einnig er gott að hafa sundföt með í för en heitu pottarnir heilla marga.
Svo má ekki gleyma góða skapinu.
Verð í flokkinn er kr. 9.900.- pr. þátt. (Þess má geta að "Vatnaskógartreyjur" eru ekki innifaldar í verði en hægt verður að kaupa þær á staðnum).

Rúta (kr. 2.000.-) leggur af stað frá húsi KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 17:30 á föstudeginum og kl. 14:00 úr Vatnaskógi á sunnudeginum.
Nauðsynlegt er að láta vita ef fara skal með rútu.
Allar nánari upplýsingar í síma 588-8899
Hægt er að skrá sig hér:
SKRÁNING Í FEÐGINAFLOKK
Einnig að senda tölvupóst á
skraning@kfum.is

Drög að dagskrá:
Föstudagur 14. maí
17:30 Rútuferð frá húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 (fyrir þá sem vilja)
19:00 Kvöldmatur
20:00 Dagskrá
– Gönguferð um svæðið
– Bátar
– Íþrótthúsið opið
21:30 Kvöldvaka í Gamla Skála
22:00 Kvöldhressing í Matskála

Laugardagur 15. maí
8:30 Vakið
9:00 Morgunverður
9:30 Fræðslustund í sal Gamla skála
10:15 Pabbaspjall – fræðslustund fyrir feður Umsjón: Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur
– Dagskrá fyrir stúlkur í íþróttahúsi á sama tíma
12:00 Hádegisverður
13:00 Dagskrá
– Frjálsar íþróttir á íþróttavelli
– Bátar
– Smiðjan opnar
– Skógarferð
15:00 Kaffi
15:45 Dagskrá
– Knattspyrna
– Kassabílarall
– Íþróttahúsið opið
– Snyrtistund í Birkiskála
18:45 Hátíðarkvöldverður – veislukvöld í Matskála
20:00 Kvöldvaka að hætti hússins
21:30 Helgistund í Lindarrjóðri
22:00 Kvöldhressing í Matskála

Sunnudagur 16. maí
9:00 Vakið
9:30 Morgunverður
10:00 Dagskrá
– Íþróttahúsið
– Bátar
– Smiðjan opin
12:30 Hádegisverður
13:00 Kveðjustund
14:00 Brottför