Fyrsti dagur Gauraflokks hefur gengið vel.
Þetta er í fjórða skiptið sem við bjóðum drengjum með ADHD og skyldar raskanir að koma í Gauraflokk til okkar í Vatnaskóg. Viðtökur hafa verið framar björtustu vonum og í morgun mættu 53 drengir á Holtaveg tilbúnir til 5 daga dvalar í Vatnaskógi. Greinilegur spenningur var í mörgum drengjum enda margir að fara í sumarbúðir í fyrsta skipti.
Rútuferðin var róleg og drengirnir sögðu brandara og náðu að kynnast borðfélögum og foringjunum sínum. Við komuna á staðinn var farið í hádegismat og helstu reglur staðarinns kynntar. Í framhaldinu var farið í stutta skoðunarferð um staðinn og möguleikar staðarinn kynntir fyrir strákunum.
Veðrið hefur verið mjög gott hingað til. Sól og léttur vindur. Drengirnir virðast heilt yfir vera í góðum gír. Glaðir og jákvæðir gagnvart dvölinni. Það er mikill áhugi á bátastússi og veiðum hjá drengjunum. Margir hafa vaðið í vatninu en enginn fiskur hefur komið á land enþá.
Kvöldvakan var fjörug og skemmtileg. Að henni lokinni fóru drengirnir að gera sig klára fyrir nóttina og gekk vel að koma ró á mannskapinn. Þeir sváfu vel að því er virtist því þeir voru allir klárlega búnir að endurhlaða öll batterí snemma í morgun og tilbúnir í verkefni dagsins.

Hérna má svo nálgast myndir úr flokknum