Sólin hefur vermt okkur í dag. Ég fékk sterk viðbrögð við skrifum mínum í gær þess efnis að sumarbúðadvöl drengja væri oftar erfiðari fyrir mæður en þá sjálfa. Margar könnuðust við sig í þeim skrifum. Dagurinn í dag hefur verið frábær. Sól og blíða en þó þannig gola að ekki var hægt að sigla á bátunum. Eftir hádegið var farið í hinn sívinsæla hermannleik sem einungis er boðið uppá einu sinni í hverjum flokki. Þetta er ekta strákaleikur með miklum hasar og glímu. Þeim er skipt í tvö lið, "Oddaverja" og "Haukdæli". Síðan fá þeir klemmu á ermina sem er "líf" þeirra. Þeir takast síðan á eftir kúnstarinnar reglum og reyna að safna klemmum af hinu liðinu. Leikur þessi hefur tíðkast um áratugaskeið en gengið undir ýmsum nöfnum. Í gamla daga hét þetta indíánaleikur. Nokkrir "mátuðu" síðan vatnið en leikurinn fór fram í Oddakoti sem er við austur enda vatnsins. Sumir gengu leynistíg heim. Sjá má nýjar myndir
SMELLIÐ HÉR. Kær kveðja, Sigurður Grétar