Heil öll. Nú eru komnar myndir. Smella á sumarbúðir, Vatnaskógur, myndir, sumar 2010, 2. flokkur.
EÐA BARA HÉRNA
Allt gengur vel. Strákarnir kátir og söngglaðir. Síðdegis í gær fór að rigna. Í morgun rigndi mikið en nú í þessum orðum rituðum er sólin að gægjast í gegnum skýin. Margir hafa blotnað og það finnst þeim í fínu lagi a.m.k. með ennþá eru þurr föt í töskunni 🙂 . Þeir hafa ágætis þurkkaðstöðu. Margir eru að koma í fyrsta sinn og jafnvel að fara í fyrsta sinn að heiman. Slíkt er mikil reynsla ….. fyrir mæðurnar en þær jafna sig nú yfirleitt. Þetta er stundum erfiðara fyrir þær en þá (vel meint). Þeir eru kraftmiklir og virkir. Auk hefðbundinna dagskrárliða eins og báta, fótbolta og íþróttahúss er búið að keppa í 60 m og 400 m hlaupum, spjótkasti, langstökki og hástökki. Vatnaskógarvíkingurinn var í gær, bandýmót í dag, íþróttahúsið heillar, einkum í bleytu. Mikið gaman, mikið fjör. Kær kveðja, Sigurður Grétar