Það er hress og fínn hópur drengja sem er mættur í 3. flokk Vatnaskógar.
Góður gangur er á öllum sviðum og eru drengirnir duglegir að taka þátt í viðburðum. Bátarnir og smíðastofan heilla en einnig er menn mjög virkir í frjálsum íþróttum, Svínadalsdeildinni í knattspyrnu, borðtennismóti, kassabílabrautargerð og kassabílarallý, kofasmíði og reyndar flestu því sem boðið er uppá. Nokkrir kíkja á HM leiki en við sýnum helstu leiki.
Mikil stemming var á kvöldvöku, miklir söngmenn og voru vel með á nótunum. Vel gekk að sofna þrátt fyrir að þetta hafi verið 1. kvöldið.
Drengirnir voru vaktir kl. 8:30, morgunmatur, fánahylling, morgunstund þar sungið var hressilegir KFUM söngvar frá ýmsum tímum og einnig skoðaður kafli í Biblíunni um sköpunarverkið.
Í hádegismat í dag var heimalagað lasagna. Í dag taka við fastir liðir, fótbolti (þar eru sko skoruð fleiri mörk en á HM), frjálsar íþróttir, bátar, borðtennis og heitir pottar eftir kvöldmat. Þess má geta að drengirnir velja sér þá viðburði sem þeirra hugur stendur til hverju sinni. Veðrið er ágætt, logn og smá úði. Fáeinar mýflugur á sveimi sem heiðra okkur með nærveru sinni. Á morgun 17. júní verður hátíðardagskrá í tilefni þjóhátíðardagsins – hoppukastalar, þrautabraut, fjallkona og fleira. Nánar um það á morgun.
Loksins tókst að senda inn myndir og
HÉR ERU MYNDIR!