Hver dagur hér í Vatnaskógi hefur ný ævintýra í för með sér. Gærdagurinn var sérstaklega viðburðarríkur og skemmtilegur. Eftir hádegismat var búið að setja upp þrautabraut sem margir drengir hlupu í gegn, þar hlupu þeir upp sleipt plast, undir net, drógu kassabíl, tóku armbeygjur og réru árabát á þurru landi. Það var mikil veðurblíða í gær svo sprautað var vatni yfir alla sem voru að keppa til að gera brautina enn skemmtilegri.
Það er ekki allt saman því að loknum kaffi tíma buðum við upp á að láta draga sig á tuðru á vatninu. Það var að sjálfsögðu mjög vinsælt enda alveg ótrúlega skemmtilegt. Það má segja að þetta hafi verið sannkallaður vatnadagur því eftir kvöldmat gegnum við svo í sund á Hlöðum í Hvalfirði og skemmtu drengirnir sér vel þar. Um kvöldið voru loka allir orðnir þurrir og fóru þreyttir en ánægðir að sofa.
Það var svo sannarlega skemmtilegt að fá veðurblíðu og drengirnir nutu þess að vera úti í sólinni og var sólarvörnin mikið notuð.
Nú í dag er sama veðurblíða og því einstaklega skemmtilegur dagur framundan hér í Vatnaskógi.
Kveðjur
Þráinn Haraldsson
Myndir frá gærdeginum koma inn seinna í dag.