Nú er 5. flokkur Vatnaskógar kominn á fulla ferð. Drengirnir una sér og gengur starfið vel.
Veðrið: Í dag fimmtudag er komin smá rigning og nokkur vindur en ekkert óveður.
Dagskrá í dag: Siglingar: Boðið er uppá siglingar um Eyrarvatn (en svo heitir vatnið sem húsin í Vatnaskógi standa við) á gúmmíbát um vatnið.
Smíðaverkstæðið: Hið sívinsæla smíðaverkstæði er í fullum gangi þar sem meðal annars er boðið uppá bortennispaðagerð.
Út í skógi: Einnig eru nokkrir vaskir drengir (og einn foringi) að búa til gildru fyrir villikött sem þeir tölu sig hafa séð – mér skilst að ekki hafi mikið orðið úr veiði.
Inniíþróttir: Nokkuð verður um innileiki og íþróttir í dag í Íþróttahúsi Vatnaskógar, ber þar hástökk hæðst – enda hástökk 🙂 einnig verður Bandý sem er einskonar hokký án skauta, fótboltaspilsmót verður einnig í boði.
Kassabílarall: Rall á kassabíl verður en sérstök kassabílarallýbraut hefur verið lögð – tveir ýta einn keyrir.
Maturinn: Í morgunmat var Vatnaskógarkakó og brauð og í hádegismat verður boðið uppá pasta og kjöthakk. Í kaffi eru kókoskúlur, sjónvarpskaka (fundum þó ekki neitt sjónvarp til þess að setja í hana) og heitar nýbakaðar gerbollur – húrra fyrir bakarnum. Í kvöldmat verður skyr og brauð. Í kvöldhressing er mjólk og kex.
Myndir:
Hér eru nokkrar myndir frá því í gær og í morgun.
Bestu kveðjur, Ársæll